Fjármálanámskeiðin lokka

14. 12, 2006

Fjármálanámskeiðin lokka

Sérstaklega gaman að kenna hjá Eflingu

– segir Ingólfur Ingólfsson

Það er sérstaklega gaman að kenna á námskeiðum hjá Eflingu, segir Ingólfur Ingólfsson hjá Spara.is sem haldið hefur mjög vinsæl og þekkt fjármálanámskeið undanfarin ár.  Margir þekkja vel til námskeiðanna því hundruðir Eflingarfélaga hafa nýtt sér þau undanfarin ár auk þess sem Ingólfur hefur komið fram í sjónvarpi og fjölmiðlum með kennslu sína um fjármál.
Ingólfur sagði eftir námskeiðið í haust að hann hefði sérstaklega gaman að því að kenna á námskeiðum hjá Eflingu því fólk sé almennt óhrætt við að spyrja og ræða málin við hann um það sem snýr að fjármálum heimilanna.  Það eru yfirleitt best heppnuðu námskeiðin hjá mér þegar fólkið á námskeiðinu leiðir mig áfram með góðum spurningum, sagði Ingólfur. 
Það er ljóst að enn eru margir Eflingarfélagar sem hafa áhuga á að nýta sér námskeið Ingólfs og mun Efling beita sér fyrir því að haldin verði fleiri námskeið um fjármál heimilanna fyrir félagsmenn. 
Á heimasíðunni www.spara.is er að finna margt áhugavert um fjármál heimilanna s.s. útskýringar á ýmsum hugtökum og reiknivélar sem geta hjálpað til við að reikna út sparnað og vaxtabætur. Skellið ykkur á vefinn því þar getið þið undirbúið ykkur undir komandi námskeið með Ingólfi … hjá Eflingu að sjálfsögðu!!!!!!!!