Kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna

20. 12, 2006

Frá vinstri; Kristján Valdimarsson, forsvarsmaður Örva, Þorsteinn Jóhannsson, forsvarsmaður Vinnustaða ÖBÍ, Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu og Sigurður Bessason, formaður Eflingar.

 

Kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna

Tímamótasamningur við vinnustaði fatlaðra!

Í gær var gengið frá samningum sem eiga að gilda fyrir fatlaða á um tíu vinnustöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Samsvarandi samningar hafa verið gerðir á Akureyri og Akranesi en þarna er verið að festa í sessi yfirlýsingu frá maí á þessu ári sem að gerð var milli Alþýðusambands Íslands og Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun – um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra.

Samningur þessi mun taka gildi frá og með næstu áramótum og var í gær formlega gengið frá undirskrift við tvo af þessum vinnustöðum, þ.e. vinnustaði ÖBÍ og Örva.

Við hjá Eflingu bjóðum þá starfsmenn sem samningurinn nær til velkomna í félagið!