Select Page

Stjórnvöld leggja meira fé til fræðslu

Enn fleiri menntunartækifæri

Við endurskoðun kjarasamninga í nóvember 2005 og í júní 2006 var samið sérstaklega um að setja aukið
fjármagn í fræðslumálin. Í yfirlýsingu stjórnvalda frá síðastliðnu sumri kom fram að framlög til fullorðinsfræðslu
og starfsmenntamála verði aukin um 120 milljónir á ári og kemur hækkunin til framkvæmda á þessu ári. Þetta
þýðir enn fleiri menntunarkosti og aukið fé til stuðnings við menntun sem Efling hefur boðið upp á.
Fjármunirnir eru ætlaðir til námskeiðahalds og endurmenntunar einstaklinga á vinnumarkaði, til eflingar náms
og starfsráðgjafar og raunfærnimats og til eflingar símenntunarmiðstöðvar ASÍ á höfuðborgarsvæðinu með
sambærilegum hætti og á landsbyggðinni.
Það er því verk að vinna og mikilvægt að stéttarfélög og fræðsluaðilar vinni markvisst að uppbyggingu fræðslu
og menntunarleiða fyrir félagsmenn innan ASÍ.
Hjá Eflingu-stéttarfélagi verður unnið að nýjum námstækifærum og væntanlega kynntar nýjar námsleiðir fyrir
einstaka starfssvið á næstu vikum.
Mikil vinna liggur á bak við hvert nýtt námstækifæri þar sem kanna verður þarfir vinnustaðar og starfsmanna
áður en hafist er handa við námið sjálft. Í slíkri vinnu sameinast aðilar vinnumarkaðarins um að þróa og vinna að
nýjum námsleiðum öllum til hagsbóta.
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere