Fréttir frá Sjúkrasjóði Eflingar
Tekjutengdir dagpeningar hækka
Hámarksviðmið tekjutengdra dagpeninga hækkar úr kr. 256.250.- í kr. 263.681.- frá 1. janúar 2007. Þá hækka eftirfarandi styrktegundir vegna endurhæfingar eða fyrirbyggjandi aðgerða:
Sjúkra- og endurhæfing
Sjúkra- eða enduhæfing hjá sjúkraþjálfara, heilsu- eða sjúkranuddara, kíropraktor, iðjuþjálfa eða talþjálfa úr kr. 950.- pr. skipti í kr. 1.000.- pr. skipti. Greitt er fyrir allt að 25 skipti á hverjum12 mánuðum.
Heilsustofnun Hveragerði
Dvöl í Heilsustofnun Hveragerði fer úr kr. 950.- pr. dag í kr. 1.000.- pr. dag. Greitt er í allt að 6 vikur (42 daga) á hverjum 12 mánuðum.
Hjartavernd
Rannsókn hjá Hjartavernd fer úr kr. 6.000.- að hámarki í kr. 6.500.-
Greitt er fyrir eina rannsókn á hverjum 12 mánuðum.
Framhaldsskoðun Krabbameinsfélaginu
Framhaldsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu hækkar úr kr. 4.000.- í kr. 4.500.- einu sinni á hverjum 12 mánuðum.
Skilyrði
Til að fá greidda fulla styrkupphæð þarf að hafa verið greitt sem svarar til lágmarkslauna af umsækjanda til sjóðsins eða kr. 14.800.- á síðustu 12 mánuðum. Nái umsækjandi ekki þeirri upphæð er greitt hlutfall miðað við innkomin iðgjöld til sjóðsins næstliðna 12 mánuði.