Fréttir frá Sjúkrasjóði Eflingar

19. 01, 2007

Fréttir frá Sjúkrasjóði Eflingar

Tekjutengdir dagpeningar hækka

Hámarksviðmið tekjutengdra dagpeninga hækkar úr kr. 256.250.- í kr. 263.681.- frá 1. janúar 2007. Þá hækka eftirfarandi styrktegundir vegna endurhæfingar eða fyrirbyggjandi aðgerða:

 
Sjúkra- og endurhæfing

Sjúkra- eða enduhæfing hjá sjúkraþjálfara, heilsu- eða sjúkranuddara,  kíropraktor, iðjuþjálfa eða talþjálfa  úr kr. 950.- pr. skipti í kr. 1.000.- pr.  skipti. Greitt er fyrir allt að 25 skipti á hverjum12 mánuðum.

Heilsustofnun Hveragerði

Dvöl í Heilsustofnun Hveragerði fer úr kr. 950.- pr. dag í kr. 1.000.- pr. dag. Greitt er í allt að 6 vikur (42 daga) á hverjum 12 mánuðum.

Hjartavernd

Rannsókn hjá Hjartavernd fer úr kr. 6.000.- að hámarki í kr. 6.500.-
Greitt er fyrir eina rannsókn á hverjum 12 mánuðum.

Framhaldsskoðun Krabbameinsfélaginu

Framhaldsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu hækkar úr kr. 4.000.- í kr. 4.500.-  einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

Skilyrði

Til að fá greidda  fulla styrkupphæð þarf að hafa verið greitt sem svarar til lágmarkslauna af umsækjanda til sjóðsins eða kr. 14.800.- á síðustu 12  mánuðum. Nái umsækjandi ekki þeirri upphæð er greitt hlutfall miðað við innkomin iðgjöld til sjóðsins næstliðna 12 mánuði.

Mikilvægt er að skila frumriti af kvittun og ljósriti af síðasta launaseðli með umsókn um styrki þar sem allir styrkir eru tekjutengdir en miðað er við innkomin iðgjöld til sjóðsins.