Magano Kaprína Shiimi

17. 01, 2007


Magano Kaprína Shiimi í garðinum við heimili sitt

Magano Kaprína Shiimi

Syngur með Regnbogakonum

Magano Kaprína Shiimi er frá Namibíu og kom til Íslands í janúar 2005 og vinnur í fiski hjá HB Granda í Örfirisey. Fyrst eftir að ég kom hingað vann ég í fiski í Grindavík en flutti svo til Reykjavíkur og fór að vinna hjá HB Granda, segir hún, þegar blaðið heimsótti hana  fyrir skömmu.  Tilefnið var að hún söng með Regnbogakonum á skemmtun á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem var haldin á Broadway. Kórinn er á vegum Alþjóðahússins og vakti flutningur hans mikla athygli áheyrenda.
Magano segir að kórinn hafi verið stofnaður í sumar og konur frá mörgum löndum Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku taki þátt í starfinu. Þær flytja lög á ýmsum tungumálum eins og íslensku, ensku, spænsku, japönsku, ítölsku og kínversku.
Magano söng í kirkjukór heima í Namibíu og  þegar hún frétti af Regnbogakonum sótti hún um og komst í  kórinn. Hún segist hafa orðið mjög glöð og ætli að syngja í kórnum eins lengi og söngkrafta hennar sé óskað.
Ég flutti hingað ásamt dóttur minni sem er 12 ára og henni gengur mjög vel í skólanum og við gætum vel hugsað okkur að dvelja hér til frambúðar, sagði Magano að lokum.


Regnbogakonur á Broadway