Stoltir útrkriftarnemar!

29. 01, 2007

Stoltir útskriftarnemar!

Hópur erlendra starfsmanna á Landsspítala háskólasjúkrahúsi lauk 60 stunda námi í íslensku þann 28 janúar.  Þau voru sammála um að námið hefði gengið mjög vel og fulltrúar Eflingar sem var boðið í útskriftina voru sammála um að hópurinn hefði náð ótrúlega góðum árangri á þessu stutta námskeiði.  Landsspítalinn mun síðan bjóða þessum starfsmönnum upp á framhaldsnámskeið þannig að þau geti haldið áfram að bæta sig í íslenskunni.
Fræðslusjóðurinn Flóamennt studdi þetta námskeið myndarlega ásamt mörgu öðru námi hjá Landspítalanum fyrir félagsmenn Eflingar stéttarfélags.