Framtalsaðstoð fyrir félagsmenn

21. 02, 2007

Vinnureglur vegna skattframtala:

Skattaaðstoðin miðast að sjálfsögðu við þá sem eru á félagaskrá Eflingar – stéttarfélags.

Gert er ráð fyrir 15. mínútum pr. framtal og gildir það fyrir félagsmann og maka.
Ef börn eldri en 16 ára eru félagsmenn og eða foreldrar er að sjálfsögðu einnig hægt að panta tíma fyrir þau en skrá þarf þá þannig á pöntunarblað.
Ekki er hægt að panta tíma fyrir einn og koma síðan með framtöl fyrir fimm manna fjölskyldu þá riðlast öll tímasetning það sem eftir er dagsins. 

Gert er ráð fyrir einföldum framtölum.  Ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem kaup og sölu eigna eða þess háttar tekur það venjulega  lengri tíma og þarf þá að tilgreina sérstaklega.

Brýnt er að koma með eftirtalin gögn:

I. Afrit skattframtals síðasta árs.
II.         Veflykil
III.       Öll önnur gögn sem snerta framtalsgerð:
1. Tekjur (launamiða, launaseðla)
2. Eignir (hús, bíll, bankainnistæður, hlutabréf, önnur verðbréf)
3. Skuldir (greiðslukvittanir eða útprentun lánastofnana v/skattframtals) bæði almennar skuldir og skuldir vegna húsnæðiskaupa.
4. Kaup/sala eigna (hús, bíll, hlutabréf, verðbréf o.fl.)
5. Dagpeningar/ökutækjastyrkur
6. Greidd húsaleiga (upplýsingar um leigusala og fjárhæð)
7. Ef við á umsókn um lækkun vegna
1) Ellihrörleika, veikinda, slyss eða mannslát
2) Veikinda eða fötlunar barns sem haldið er langvinnum sjúkdómum
3) Framfærslu foreldra eða annarra vandamanna
4) Menntunarkostnaðar barna 16 ára og eldri
5) Verulegs eignatjóns sem ekki hefur fengist bætt
6) Taps á útistandandi kröfum sem ekki stafa frá atvinnurekstri.

Vegna eldri félagsmanna er mælst til að fólki sé leiðbeint um töku séreignarsparnaðar sé þess óskað svo komast megi hjá skerðngu ef hægt er.

Þá þarf fólk fólk að útvega sér eintak af eyðublaði ríkisskattstjóra rsk 3.05 en þar kemur fram hvaða gögn þurfa að fylgja einstaka tölul.