Nýliðanámskeið hjá Leikskólum Reykjavíkurborgar

19. 02, 2007

Nýliðanámskeið hjá Leikskólum Reykjavíkurborgar

Sigurrós Kristinsdóttir aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg ásamt Ragnari Ólasyni og Atla Lýðssyni starfsmönnum Eflingar kynntu félagið fyrir nýjum starfsmönnum á leikskólum borgarinnar.
Þarna voru samankomnir um 45 félagsmenn.  Mikill áhugi var á starfsemi Eflingar og komu margar góðar spurningar varðandi kjaramál og þjónustu félagsins.
Mörgum kom á óvart hversu mikil og víðtæk þjónusta er á vegum Eflingar og voru margir staðráðnir í að nýta sér fjölmargt sem í boði er hjá Eflingu.