Réttindi félagsmanna kynnt á vinnustöðum

– Vinnustaðaheimsókn í Gullsmárann

Réttindi félagsmanna kynnt á vinnustöðum

Þessa dagana er Efling að fara í heimsóknir á helstu vinnustaði hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesi. Verið er að kynna endurmatsferli vegna starfsmats sem innleitt var í lok árs 2004.  Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfsmatið á heimsíðu launanefndar sveitarfélaga: http://www.samband.is

En ásamt því að fara yfir starfsmatið hefur félagið einnig verið að kynna félagsmönnum sínum helstu réttindi varðandi fræðslu-, orlofs- og sjúkrasjóð.
Hér að neðan eru myndir frá einni slíkri heimsókn í Gullsmárann sem er sambýli fyrir aldraða í Kópavogi.