Fylgjumst með verðinu!

Fylgjumst með verðinu!

Verðlagseftirlit ASÍ hefur sett á vefinn nýja reiknivél þar sem hægt er á einfaldan hátt að reikna út hvernig verð matvara á að breytast þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækkuðu þann 1. mars. Það þarf einungis að slá inn verð vörunnar í dálkinn fyrir 1.mars og reiknivélin gefur þá upplýsingar um hvernig vöruverðið á að breytast í samræmi við breytingar á lögum.
Smelltu hér http://asi.is/upload/files/280207reiknivel.xls til að reikna út hversu mikið einstaka vöruflokkar eiga að lækka.