Nýr samningur kynntur hjá vinnustöðunum Ási og Bjarkarási

27. 03, 2007

Nýr samningur kynntur hjá vinnustöðunum Ási og Bjarkarási

Fundurinn var haldinn á Grand Hótel og mættu um 70 manns.  Þetta var fyrsti vinnustaðafundurinn vegna nýgerðra samninga  um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra.  Góður rómur var gerður að nýja samningnum og voru fundarmenn sammála um að hann væri mikið framfaraskref fyrir starfsmenn vinnustaðanna ásamt því að vera stórt skref í réttindabaráttu fatlaðra á vinnumarkaði.