Uppselt í flestar ferðir

16. 03, 2007

Eftirsótt að ferðast með Eflingu

Uppselt í flestar ferðir

Ferðir Eflingar til Helsinki, St. Petursborgar og Tallinn seldust upp á rúmlega tveimur tímum á fyrsta degi þegar opnað var fyrir bókanir í ferðirnar hjá Eflingu. Það komust mun færri með en vildu.  Sæti voru fyrir 100 manns en auk þess eru milli 20 og 30 manns á biðlista.
Sumarferð félagsins á Strandir seldist upp á fáeinum klukkutímum og þar er einnig biðlisti. Fimmtíu sæti voru í boði í þessa ferð sem er sami fjöldi og fór í samskonar ferð í fyrra en hún seldist einnig upp þá á skömmum tíma.
Enn eru laus sæti í ferðina um Vatnsnes og Skaga  og verið er að undirbúa dagsferðirnar sem verða væntanlega 1. og 8. september. Arið verður um Suðurland en það verður nánar auglýst síðar.
Það er sem sé vinsælt að ferðast með Eflingu og gott að hafa í huga að bóka sig snemma í ferðir svo maður missi ekki af þeim!!!!!