Atvinnuleysisdeild Eflingar lokar

18. 04, 2007

Frá og með 2. apríl síðastliðinn er allri afgreiðslu atvinnuleysisbóta hjá Eflingu-stéttarfélagi lokið. Umsýsla atvinnuleysistrygginga færist alfarið yfir til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd   og verða afgreiðslur bóta framkvæmdar þaðan. 
Eins og áður ber að skila gögnum til þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Engjateigi 11 í Reykjavík.
Efling-stéttarfélag mun að sjálfsögðu veita félagsfólki sínu allar upplýsingar sem tiltækar eru um atvinnuleysismál.