Fyrsta útskrift Leikskólaliða!

21. 05, 2007

Fyrsta útskrift Leikskólaliða!

Fyrsti hópur Leikskólaliða útskrifaðist 16. maí í Höfða við hátíðlega athöfn sem þar fór fram.

Nemendahópurinn hefur nú lokið tveggja ára námi á Leikskólabraut. Brautin er skipulögð sem nám með vinnu og er námið svo kölluð brú sem er sérstaklega ætluð fólki með langa starfsreynslu og margra ára námskeiðsferil að baki.
Í hópnum voru starfsmenn með allt að 30 ára starfsreynslu. Þessi hópur hafði tækifæri til að sækja námið á morgnana einu sinni í viku því þetta var fyrsti hópurinn sem fór í þetta nám. Nú eru í þessu námi margir hópar sem samatals telja yfir 100 nemendur. Næsti hópur mun útskrifast í desember næstkomandi. Leikskólaliðahópurinn sem nú útskrifaðist er mjög ánægður með námið og telur að það muni skila sér í bættri stöðu þeirra hvað varðar aukna þekkingu og færni til að takast á við fjölbreyttari verkefni. Við óskum þessum hóp innilega til hamingu með áfangann.