Íslenskunámskeið á LHS

 

Íslenskunámskeið á LHS

Um fimm hundruð starfsmenn hafa útskrifast

Tveir hópar erlendra starfsmanna sem vinna á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi voru útskrifaðir af íslenskunámskeiðum í maí. Flestir eru félagar í Eflingu og bætast í hóp um fimmhundruð starfsmanna sem hafa sótt þessi námskeið frá árinu 2000. En þá var fyrsta íslenskunámskeiðið á vegum LHS haldið. Á síðasta ári varð mikil aukning í þátttöku á námskeiðunum og þeir aðilar sem standa að þeim vonast til að svipuð þróun haldi áfram.