Skattkortin flutt á Skagaströnd

19. 06, 2007

Atvinnulausir eru forviða!!!!!!!!

Skattkortin flutt á Skagaströnd

Nú þegar úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta hefur verið tekin af stéttarfélögunum í Reykjavík, Eflingu og VR, kemur það fyrir að atvinnulaust fólk eða vandamenn þeirra hringja eða koma til Eflingar til að sækja skattkort þeirra sem hafa verið á atvinnuleysisbótum. Þeir verða sumir forviða þegar þeim er sagt að skattkort þeirra hafi nú í samræmi við stefnumörkum stjórnvalda verið send á Skagaströnd.
Margir spyrja í afgreiðslu Eflingar hvort það sé ekki rétt að flestir hinna atvinnulausu séu á höfuðborgarsvæðinu. Svarið er jú. Það er rétt. Hvað eru skattkortin okkar þá að gera á Skagaströnd?
Svarið höfum við ekki því að það er ekkert skynsamlegt svar til sem gengur ekki þvert á dómgreind hins almenna manns. Við bendum hins vegar þessu forviða fólki á að hafa samband við Vinnumálastofnun sem mótaði þessa fráleitu stefnu um að færa þjónustuna við fólkið sem lengst frá fólkinu sjálfu.
Kannski ný ríkisstjórn skoði málið að nýju út frá hagsmunum launafólks og nýr félagsmálaráðherra ákveði að taka upp ný og skynsamlegri vinnubrögð.