Áfram mikil þörf

Mikil fjölgun nemenda í íslenskunámi

Áfram mikil þörf

Í vetur hefur aðsókn að íslenskukennslu stóraukist og aðsóknin slær öll met. Þegar menntamálaráðuneytið kynnti tillögur sínar um að leggja náminu lið með auknu fjármagni ákvað Mímir – símenntun að lækka verð á hvert námskeið sem hefur síðan orðið til þess að mikil fjölgun hefur orðið í námið.
Pólskumælandi nemendur eru fjölmennastir í íslenskunáminu. Nú eru 25 íslenskukennarar hjá Mími –símenntun og er lögð rík áhersla á  endurmenntunarnám fyrir kennara í íslensku. Einnig er unnið að ýmsum þróunarverkefnum sem tengjast íslenskukennslu og munu þau örugglega í framtíðinni bæta enn frekar gæði kennslunnar.