Áhrif reykingabanns á starfsfólkið

Áhrif reykingabanns á starfsfólkið

Allt annað líf

– segir Kristín Björg Bjarnadóttir á Horninu

Reykingabann á veitinga-og skemmtistöðum sem tók gildi 1. júní hefur ekki haft teljandi áhrif á aðsóknina á skemmtistaði í Reykjavík. Ef marka má fréttir í fjölmiðlum undanfarna daga. En hvaða áhrif hefur bannið haft á starfsfólkið sem vinnur á þessum stöðum? Við hittum Kristínu Björg Bjarnadóttur á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti og spurðum hvað henni fyndist um reykingabannið.
Hún sagði að mun fleiri góðir kostir en ókostir fylgdu banninu. Ég hætti að reykja fyrir nokkrum árum og byrjaði fljótlega að finna fyrir óþægingum af reyknum og hræðilegri lykt sem myndaðist á vinnustaðnum á kvöldin.
Þegar ég kom heim eftir vinnu setti ég vinnufötin strax í þvottavélina til þess að losna við fýluna af þeim. En eftir að reykurinn og lyktin  hurfu af vinnustaðnum er það ekki nauðsynlegt lengur, segir hún.
Þetta er allt annað líf núna og yfirleitt eru gestirnir ánægðir með reykingabannið.
Þeir sem reykja ennþá  bregða sér út fyrir til að svala nikotínþörfinni.