Select Page

Ferð Eflingar til Berlínar

28. september til 2. október 2007

Stéttarfélagið Efling og Express Ferðir hafa gert með sér samning, sem m.a. felur í sér að bjóða félagsmönnum upp á helgarferð til Berlínar á hagstæðum kjörum. Berlín er orðin ein vinsælasta borg Evrópu með glæsilegum gömlum og nýjum byggingum og 800 ára sögu, þar sem svo sannarlega hafa skipst á skin og skúrir. Í dag er Berlín ein mesta menningar- og listaborg þar sem hlutirnir gerast, og er þungamiðja landsins í einu og öllu.

Flogið til Berlínar föstudaginn 28. september kl. 15.20 og síðan flytur áætlunarbíll farþega á Hótel Park Inn á Alexanderplatz, sem er í hjarta borgarinnar og mjög gott 4 stjörnu hótel.

Nánari upplýsingar

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere