Ferð Eflingar til Berlínar

Ferð Eflingar til Berlínar

28. september til 2. október 2007

Stéttarfélagið Efling og Express Ferðir hafa gert með sér samning, sem m.a. felur í sér að bjóða félagsmönnum upp á helgarferð til Berlínar á hagstæðum kjörum. Berlín er orðin ein vinsælasta borg Evrópu með glæsilegum gömlum og nýjum byggingum og 800 ára sögu, þar sem svo sannarlega hafa skipst á skin og skúrir. Í dag er Berlín ein mesta menningar- og listaborg þar sem hlutirnir gerast, og er þungamiðja landsins í einu og öllu.

Flogið til Berlínar föstudaginn 28. september kl. 15.20 og síðan flytur áætlunarbíll farþega á Hótel Park Inn á Alexanderplatz, sem er í hjarta borgarinnar og mjög gott 4 stjörnu hótel.

Nánari upplýsingar