Efling krefst jafnræðis

16. 08, 2007

Samþykkt Leikskólaráðs Reykjavíkur veldur ólgu

Efling krefst jafnræðis

– segir Sigurrós Kristinsdóttir,  varaformaður Eflingar

Fréttir af áformuðum launagreiðslum til leikskólakennara vegna aukins álags á leikskólunum vegna manneklu hefur valdið ólgu meðal starfsmanna sem eru félagsmenn í Eflingu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla hefur Leikskólaráð borgarinnar samþykkt auknar geiðslur til leikskólakennara vegna aukins álags en félagsmenn Eflingar spyrja hvort aukið álag bitni ekki á öllu starfsfólki leikskólanna og því sé nauðsynlegt að ef um aukagreiðslur vegna álags verði að ræða þurfi þær að koma til allra starfsmanna leikskólanna en ekki bara leikskólakennara. 
      Sigurrós Kristinsdóttir, 1. varaformaður Eflingar segir að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík hafi haft samband við skrifstofu Eflingar vegna frétta af samþykkt Leikskólaráðs um aukagreiðslur til leikskólakennara.  Félagsmenn Eflingar sem eru um tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskólanna spyrji réttilega hvort Leikskólaráð hafi eingöngu áhyggjur af leikskólakennurum og hverjar tillögur ráðsins sé til að leysa úr miklu vinnuálagi þessa hóps. Sigurrós segir alveg skýrt sjónarmið af hálfu Eflingar að félagið krefjist jafnræðis allra starfsmanna leikskólanna ef taka eigi tillit til vinnuálags við þá manneklu sem nú ríkir á leikskólunum