Manneklan á leikskólum Reykjavíkur

22. 08, 2007

Manneklan á leikskólum Reykjavíkur

Álagsgreiðslur gangi til allra starfsmanna

Á fundi sem haldinn var með formönnum Eflingar, Sigurði Bessasyni og Sigurrós Kristinsdóttur með forsvarsmönnum Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar í gær var rætt um manneklu og mikið vinnuálag sem hefur skapast á leikskólum borgarinnar. Fram kom á fundinum af hálfu sviðatjóra leiksskólasviðs, að ef komi til álagsgreiðslna vegna manneklu á leikskólunum, þá myndu þær greiðslur ná til allra starfsmanna á þessum vinnustöðum. Borgarstjóri hefur skipað nefnd í málið sem er að vinna að tillögum sem teknar verða fyrir á næsta fundi borgarráðs n.k fimmtudag.