Starfsmannasamtalið, sjálfsstyrking og samskipti

18. 10, 2007

Starfsmannasamtalið, sjálfsstyrking og  samskipti

námskeið fyrir Eflingarfélaga

Undirbúningur og framkoma í starfsmannaviðtölum hafa áhrif á niðurstöður starfsmannaviðtalsins, starfsframa og líðan í starfi.   Fjallað er um mikilvægi þess að markmið með starfsmannaviðtölum séu skýr, hvernig sé best að standa að þeim  og hvernig eðlilegt er að vinna með niðurstöður viðtalanna.

Þekking á eigin framkomu í mismunandi aðstæðum og að ná valdi á eigin hugsunum leiðir til árangursríkra samskipta.   Hvaða þættir eru það sem leiða til baktals og eineltis?  Fjallað er um samhengið milli sjálfstrausts og framkomu og áhrif þeirra í samskiptum við aðra.

Námskeiðið verður haldið dagana 29, 31 okt. og 5 nóv. Kl. 19 – 22.  Þátttaka er Eflingarfélögum að kostnaðarlausu.
Skráning á námskeiðið er á skrifstofu Eflingar í síma 510-7500