Gleðileg Jól!

19. 12, 2007

Gleðileg Jól!

Efling styður Samhjálp

Ákveðið var að í stað þess að senda út jólakveðjur til samstarfsaðila Eflingar yrði andvirði jólakveðjanna notað til að bjóða nýja nágranna velkomna.  Samhjálp opnaði í desember nýja kaffistofu í Borgartúni 1.  Af því tilefni fóru Sigurður Bessason formaður og Sigurrós Kristinsdóttir 1 varaformaður Eflingar í heimsókn og færðu Heiðari Guðnasyni forstöðumanni Samhjálpar góða gjöf sem á örugglega eftir að nýtast vel yfir jólahátíðina.