Samningur kynntur

28. 02, 2008

Samningur kynntur á fjölmennum félagsfundi í Eflingu 27. febrúar 2008

Nýr kjarasamningur Eflingar og Flóabandalagsins var kynntur á félagsfundi í Kiwanishúsinu í gærkvöldi. Fjöldi félagsmanna kom á fundinn eins og þessi mynd sýnir og var mikið spurt um ýmis atriði samningsins. Í lok fundar hvatti formaður Eflingar, Sigurður Bessason, fundarmenn til að kynna sér vel samninginn. Hann sagðist vonast til að félagsmenn styddu samninginn þegar þeir hefðu kynnt sér vel efni hans.