Efling og Boðinn ræða sameiningu

14. 03, 2008


Það fór vel á með fólki frá Eflingu og Boðanum á þriðjudag 11. mars þegar forsvarsmenn félaganna komu saman í Hveragerði til að ræða sameiningarmál.

Efling og Boðinn ræða sameiningu   

Forsvarsmenn Eflingar-stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans hafa á undanförnum mánuðum rætt sameiningu félaganna. Aðalfundur Boðans á síðasta ári setti stefnuna á sameiningu og stjórn Eflingar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að ganga til viðræðna við Boðann um að sameina félögin. Á fundi sl. þriðjudag 11. mars var rætt um hvernig ferill sameiningar gæti gengið fyrir sig og var skipaður starfshópur í málið af beggja hálfu til að vinna málið áfram.