Flóafélögin samþykktu samninginn

10. 03, 2008

Flóafélögin samþykktu samninginn

Yfirgnæfandi meirihluti

Talning fór fram í dag í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans  við SA. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félaganna.  Atkvæði greiddu 2.763 eða um 15,1% af þeim sem voru á kjörskrá. Já sögðu 2.287 eða 82.8%   en 451 eða 16,3  % greiddu atkvæði gegn samningnum. Ógildir og auðir seðlar voru 25 eða 0.9%.
Atkvæðagreiðslan stóð frá 25. febrúar til 10. mars og lauk á hádegi í dag.