1. maí 08

30. 04, 2008

Baráttudagurinn 1. maí

Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi

Allir í kaffi í Kiwanishúsinu


 

Baráttudagurinn 1.maí lofar góðu með sólríku veðri hér í Reykjavík.  Safnast verður  saman  framan við Hlemm um kl. 13.00 og gangan leggur af stað kl.  13.30.Gönguleiðin er um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg.

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu.

Útifundurinn  hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10

Að göngu lokinni fylla félagsmenn Eflingar Kiwanishúsið eins og jafnan á þessum degi.

1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 2008

Dagskrá

Ávarp fundarstjóra
Fanney Friðriksdóttir, ritari Eflingar.

Ávarp
Georg Páll Skúlason, formaður Félags bókagerðarmanna.

Tónlist
Sprengjuhöllin.

Ávarp
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu.

Gamanmál
Gísli Einarsson, fréttamaður.

Ávarp
Gabriella Unnur Kristjánsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Tónlist
Sprengjuhöllin.

Fundarstjóri slítur fundi ,,Internationalen”  sunginn.  Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika undir.

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík
BSRB
Bandalag háskólamanna
Kennarasamband Íslands
Samband íslenskra framhaldsskólanema