Select Page

Baráttudagurinn 1. maí

Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi

Allir í kaffi í Kiwanishúsinu


 

Baráttudagurinn 1.maí lofar góðu með sólríku veðri hér í Reykjavík.  Safnast verður  saman  framan við Hlemm um kl. 13.00 og gangan leggur af stað kl.  13.30.Gönguleiðin er um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg.

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu.

Útifundurinn  hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10

Að göngu lokinni fylla félagsmenn Eflingar Kiwanishúsið eins og jafnan á þessum degi.

1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 2008

Dagskrá

Ávarp fundarstjóra
Fanney Friðriksdóttir, ritari Eflingar.

Ávarp
Georg Páll Skúlason, formaður Félags bókagerðarmanna.

Tónlist
Sprengjuhöllin.

Ávarp
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu.

Gamanmál
Gísli Einarsson, fréttamaður.

Ávarp
Gabriella Unnur Kristjánsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Tónlist
Sprengjuhöllin.

Fundarstjóri slítur fundi ,,Internationalen”  sunginn.  Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika undir.

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík
BSRB
Bandalag háskólamanna
Kennarasamband Íslands
Samband íslenskra framhaldsskólanema

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere