Fyrsti aðalfundur Faghóps leikskólaliða
Góður andi og mikil samheldni
– segir Sigurrós Kristinsdóttir
Berglind Agnarsdóttir flytur erindi á fundinum
Það var góð tilfinning að finna þann góða anda og miklu samheldni sem einkenndi fundinn, sagði Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar um fyrsta aðalfund Faghóps leikskólaliða sem haldinn var í gærkvöldi. Um 100 leikskólaliðar og nemar fylltu sal Kiwnishússins. Skoðanakönnun um óskir varðandi framhaldsmenntun sem kynnt var á fundinum sýndi að flestir vilja leggja áherslu á sérþarfir barna.
Á fundinum var stjórn faghópsins sjálfkjörin með miklu lófaklappi.
Gestafyrirlesari var Berglind Agnarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri á Álftaborg sem nú er búsett á Fáskrúðsfirði og starfar sem sagnaþulur. Hún fer um skóla á svæðinu og opnar börnum töfra sagnaheimanna þar sem þeim eru sagðar góðar sögur. Erindi hennar féll í góðan jarðveg á fundinum enda margar sagnakonur á meðal áheyrenda.