Samningurinn við ríkið útrunninn

Í gær rann út kjarasamningur Starfsgreinasambandsins við  ríkið sem undirritaður var í apríl 2004. Innan Eflingar eru milli 2- 3000 starfsmenn á þessum kjarasamningi sem nær til   starfsfólks á sjúkrastofnunum, hjúkrunarheimilum, ýmsum ríkisstofnunum og fyrirtækjum. Kjarasamningar eru í gangi  og eru enn ekki hafnar viðræður um launaliði. Rætt hefur verið um helstu meginmarkmið samningsins og ýmis atriði s.s. vaktamál .
Af hálfu ríkisins hefur komið fram að samninginganefnd þeirra hefur óskað eftir svigrúmi til að ræða við aðra þá sem eru með lausa samninga til að átta sig á stöðu kjaramála í heild sinni hjá ríkinu.
Næsti samninganefndarfundur er áformaður 10. apríl næstkomandi