Samningar við Eir skjól, skálatún og Reykjalund

20. 06, 2008

Eir og Skjól, Skálatún og Reykjalundur

Mikill meirihluti fylgjandi

Samkomulagið um breytingar og framlengingu á kjarasamningum við Hjúkrunarheimilin Eir og Skjól, Endurhæfingarmiðstöð SÍBS og Skálatúnsheimilið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á þessum þremur vinnustöðum. Bæði hjá ríkinu og þessum vinnustöðum virðast félagsmenn nánast einhuga um fylgi við skammtímasamning sem gildir til 11 mánaða fram til 31. mars á næsta ári. Samkomulagið gildir eins og samið var um við ríkið frá 1. maí sl.