Samningar með borginni undirbúnir

23. 09, 2008


Trúnaðarmenn Eflingar

Samningar með borginni undirbúnir

Trúnaðarmenn Eflingar-stéttarfélags hjá Reykjavíkurborg hittust á þremur fundum á föstud sl. þar sem farið var yfir helstu atriði er tengjast kjarasamningum félagsins við Reykjavíkurborg. Það voru starfsmenn leikskólanna, starfsmenn í umönnunarstörfum og síðan hjá framkvæmda- og umhverfissviði ásamt grunnskólum borgarinnar  sem ræddu málin með formönnum og starfsmönnum félagsins.  Viðræðuáætlun við borgina var undirrituð í síðustu viku þar sem fram kom að aðilar stefna að því að ljúka  endurnýjun kjarasamninga fyrir lok október nk. Fram kom á fundum með trúnaðarmönnum að borgin hefur hafnað erindi Eflingar um að flýta gerð kjarasamninganna.