Landnemaskóli Mímis fer aftur af stað 3. nóvember

22. 10, 2008

Landnemaskóli Mímis- námskeið byrjar 3. nóvember

Landnemaskóli Mímis fer aftur af stað þann 3. nóvember. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði, tölvunotkun og sjálfstyrkingu. Það er hugsað fyrir útlendinga sem hafa hug á því að setjast hér að og hafa þegar grunnþekkingu á íslensku. Auk þess að vera hugsað sem áframhaldandi nám í íslensku er leitast við að tvinna þann hluta skólans saman við aðra þætti námsins. Þannig er til að mynda áætlað að heimsækja ríkisstofnanir, fara í leikhús á íslenska leiksýningu. Auk þess að nemendur munu fræðast um sögu lands og þjóðar.