Mikill áhugi og aðsókn í Grunnmenntaskólann

16. 10, 2008

Mikill áhugi og aðsókn í Grunnmenntaskólann

Mikil aðsókn og áhugi er í Grunnmenntaskólann og munum við hjá Mími því bjóða upp á annan hóp í Grunnmenntaskólanum sem mun byrja þriðjudaginn 28. október næstkomandi. Kennsla mun fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:30-20:30 og annan hvern laugardag frá kl. 9:00-13:00.
Tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er ætlað fullorðnu fólki ávinnumarkaði, eldra en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu.

Í Grunnmenntaskóla er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Nám byggir á frammistöðu og ábyrgð einstaklings en einnig samvinnu og samábyrgð allra sem koma við sögu þess. Námsárangur er ekki aðeins vitnisburður um frammistöðu einstaklings. Námsárangur er einnig vitnisburður um aðstæður til náms og vitnisburður um árangur af samvinnu námsmanna og leiðbeinenda.

Nánari upplýsingar gefa Helga Björk í síma 580-1813, netfang helga@mimir.is eða Aðalheiður í síma 580-1816, heida@mimir.is