samkomulag

20. 11, 2008

       Borgarsamningar til sáttasemjara

Miðast hægt í samkomulagsátt

Samningum milli Eflingar-stéttarfélags og borgarinnar hefur nú verið vísað til sáttasemjara þar sem lítið hefur þokast í samkomulagssátt á síðustu dögum.
Unnið er samkvæmt viðræðuáætlun við borgina en ljóst er að ekki mun takast að semja á þeim tímasetningum sem stefnt var að í upphafi þ.e. fyrir lok októbermánaðar. Mikill einhugur er í samninganefnd félagsins að þær taxtahækkanir sem hafa tekið gildi hjá öðrum hópum á árinu skili sér einnig til þessa hóps. 

Talsvert hefur verið rætt um að allir aðilar vinnumarkaðarins myndi heildstæða lausn til næstu tveggja ára og leggi þannig sitt lóð á vogarskálarnar til þess að skapa stöðugleika á vinnumarkaði og létta þar með róðurinn til þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik.  En til þess að svo megi verða þurfa allir hópar að vera jafnsettir þegar farið er af stað í slíkan feril.