Samningar við borgina og sveitarfélögin

27. 11, 2008

     Samningsaðilar hittust hjá ríkissáttasemjara í morgun og var létt yfir fulltrúum Eflingar sem taka þátt í samningaviðræðunum.    

Samningar við borgina og sveitarfélögin
Gangur í viðræðum

Kjarasamningar við Reykjavíkurborg hafa verið lausir frá 1. nóvember og hefur lítið miðað í samkomulagsátt fram að þessu.  Nú er hins vegar farið að sjást til lands í þeim efnum og ljóst að viðsemjendur okkar hjá Reykjavíkurborg munu vera samstíga viðsemjendum okkar hjá öðrum sveitarfélögum svo sem Kópavogi og Seltjarnarnesi en samningar við Launanefnd sveitarfélaga eru lausir frá 1. desember næstkomandi.
Aðilar hafa verið nokkuð samstíga með þá upphafshækkun sem þyrfti til að ná jöfnuði við aðra hópa sem samið hefur verið við fyrr á árinu svo sem Samtök atvinnulífsins og  ríki og hjúkrunarheimili.  Hins vegar eiga aðilar enn eftir að stilla saman strengi sína varðandi næstu tvö árin.