Select Page

     Boðinn og Efling

Stjórnvöld tímasetji framkvæmdir

Á fjölmennum fundi trúnaðarráða Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans og Eflingar-stéttarfélags í gærkvöldi var samþykkt að skora á ríkisstjórnina tímasetja nú þegar þær mannaflsfreku framkvæmdir sem stjórnvöld hafa boðað á næstu mánuðum. Ályktunin er svohljóðandi.

Sameiginlegur fundur Trúnaðarráða Eflingar-stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans haldinn 9. desember lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun atvinnumála á undanförnum vikum. Á níunda þúsund manns eru nú án atvinnu á landinu og í hverri viku bætast við mörg hundruð manns á skrána.

Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir stefnt verði að mannaflsfrekum, atvinnuskapandi aðgerðum á vegum ríksins með þátttöku sveitarfélaganna og aðila vinnumarkaðarins.

Félögin krefjast þess að stjórnvöld tímasetji nú þegar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru  þannig að hægt sé að búa til öfluga viðspyrnu í atvinnumálum.

Atvinnuleysisbölinu verður að bæja frá dyrum landsmanna með öllum tiltækum ráðum. Félögin skora á ríkisstjórn,  sveitastjórnir og atvinnurekendur að taka höndum saman um þetta mikilvæga verkefni.

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere