atkvæðagreiðslan á fullu

      Reykjavíkurborg og sveitarfélögin

Atkvæðagreiðslan á fullu

Kynningarfundir og atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um kjarasamning Eflingar við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin í nágrenni borgarinnar.  Félagsmenn hafa getað greitt atkvæði eftir kynningarfundina en auk þess verður hægt að kjósa á skrifstofu Eflingar frá þriðjudegi 9. desember til kl. 12.00 föstudaginn 12. desember.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta rétt sinn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.