Kynningarfundir vegna samninganna!

Kynningarfundir vegna samninganna!

Eflingarfélagar hjá Reykjavíkurborg

Miðvikudaginn 3. des. kl. 14.30 og kl. 17.30 og mánudaginn 8. des. kl. 17.30 verða haldnir kynningarfundir á Grand Hótel  við Sigtún.

Eflingarfélagar hjá Kópavogsbæ

Fimmtudaginn 4. desember verða haldnir kynningarfundir í áhaldahúsi Kópavogs kl. 12.30 og í íþróttahúsinu í Smáranum, Dalsmára 5 kl. 14.00.

Eflingarfélagar hjá  Seltjarnarnesbæ

Fimmtudaginn 4. des verða haldnir kynningarfundir í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg kl. 08.30 og samkomusalnum í Mýrarhúsaskóla kl. 09.30.

Eflingarfélagar hjá  Mosfellsbæ

Fimmtudaginn 4. des verður haldinn kynningarfundur í Lágafellsskóla kl. 20:00.

Dagskrá allra fundana er eftirfarandi:
Kynning á nýju samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Eflingar-stéttarfélags og þeirra viðsemjenda sem við á hverju sinni.  Atkvæðagreiðsla um samkomulagið verður í lok fundanna. Þeir sem ekki komast á kynningarfundina geta greitt atkvæði um samkomulagið á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags Sætúni 1. Þar verður opinn kjörfundur frá þriðjudegi 9/12 kl. 09.00 til kl. 12.00 föstudaginn 12/12.