Launanefnd sveitarfélaga

Launanefnd sveitarfélaga

Sama niðurstaða og hjá borginni

Kjarasamningur Eflingar við Kópavog, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ rann út 30. nóvember sl. eða mánuði seinna en hjá Reykjavíkurborg. Gengið var frá samskonar samkomulagi 1. desember við Launanefnd sveitarfélaga um framlengingu á kjarasamningi aðila og gert var við Reykjavíkurborg tveimur dögum áður.  Til viðbótar þeim 20.300 kr. sem komu á launataxta voru einnig viðbótargreiðslur samkvæmt ákvörðunum Launanefndar frá 28. janúar 2006 tryggðar í launatöflu.  Þessar launaviðbætur voru frá 2.000 kr. til 6.000 kr. og komu á launaflokka 117-127 og áttu að tryggja sambærilegar launagreiðslur og hjá Reykjavíkurborg fyrir jafn verðmæt störf.