Fáðu fræðslustyrkinn strax!

26. 01, 2009

Fáðu fræðslustyrkinn strax!

Nú um árámótin voru samþykkt rýmri skilyrði vegna greiðslu einstaklingsstyrkja sem komu til framkvæmda frá og með 1. janúar síðastliðinn.  Helsta breytingin er að hægt er að sækja um styrk um leið og skóla- og námskeiðsgjöld hafa verið greidd.  Alltaf þarf að leggja fram frumrit kvittunar ásamt umsókn.
 
Þetta er gert til að koma á móts við vaxandi greiðsluerfiðleika fólks á vinnumarkaði vegna samdráttar í efnahagslífinu.  Nú geta umsækjendur lagt fram frumrit kvittunar fyrir greiðslu skóla- og námskeiðsgjalda um leið og slík greiðsla hefur farið fram en þarf ekki að bíða eftir að námi sé lokið.
 
Þessi breyting mun vonandi verða hvatning til félagsmanna Eflingar til að leita sér menntunar og þjálfunar í enn ríkari mæli en nú er.