Fundað með starfsfólki á LSH

     Fundað með starfsfólki á LSH

Leitum til heilbrigðisráðherra

– segir formaður Eflingar

Starfsfólki í ræstingu á LSH í Fossvogi hefur fundað um uppsagnarmál sín á undanförnum dögum og í vikunni var rætt um viðbrögð við ósveigjanlegum ákvörðunum stjórnar LSH.  Formaður Eflingar og hagfræðingur félagsins voru á fundi með starfsfólkinu þegar þessi mynd var tekin á dögunum en stjórn spítalans hefur ekki orðið við réttmætum kröfum starfsmanna um að afturkalla uppsagnirnar. Formaður Eflingar segir að næsta skref sé að leita til heilbrigðisráðherra með málið.