Námstilboð fyrir fólk í atvinnuleit

Námstilboð fyrir fólk í atvinnuleit

Nú um stundir eru því miður sífellt fleiri Eflingarfélagar að bætast í hóp þeirra sem eru búnir að missa atvinnu sína og sjá því fram á breytta og oft erfiða tíma framundan.  Námskeið og fræðsla getur leikið stórt hlutverk í að vinna uppbyggilega og reyna að nýta tímann til að víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig þekkingu.  Efling stéttarfélag býður því félagsmönnum sínum upp á fimm námskeið á vormánuðum í samstarfi við fræðsludeild ASÍ. Öll námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og eru kennd á dagtíma.

Nánari upplýsingar