Fyrstur kemur fyrstur fær

11. 05, 2009

     Árrisulir félagsmenn mættu eldsnemma í  fyrstur kemur fyrstur fær

Örtröð hjá Eflingu

Það var ys og þys á skrifstofu Eflingar á föstudaginn var þegar opnað var fyrir umsóknir að nýju eftir fyrstu úthlutanir í orlofshúsakerfinu. Þar gilti reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Margir tóku þetta háalvarlega og voru mættir fyrir utan hús Eflingar fyrir klukkan sex um morguninn þó að afgreiðslan hæfist ekki fyrr en eftir kl. 08.00. Allir fengu sín númer í röðinni og tók um tvo tíma að ganga frá öllum óskum félagsmanna. Að sögn Sveins Ingvasonar, sviðsstjóra orlofsmála hjá Eflingu tókst að finna flestum stað í sumarhúsum félagsins, en gríðarleg ásókn hefur verið eftir húsunum á þessu ári eins og fram hefur komið í fréttum.