Ertu með ráðningarsamning?

23. 06, 2009

Ertu með ráðningarsamning?

Ertu með ráðningarsamning? Ákvæði kjarasamninga gera ráð fyrir að allir starfsmenn fái kjör sín staðfest skriflega. Þar þarf að koma fram ráðningartími, daglegur vinnutími og eftir hvaða kjarasamningi kaup og kjör eigi að fara.
Mikið öryggi felst í því að hafa undir höndum skriflega staðfestingu ráðningar. Ef upp kemur ágreiningur þá getur ráðningarsamningur skipt öllu máli.
Á skrifstofu Eflingar er hægt að fá frekari upplýsingar og sérstök eyðublöð fyrir skriflega ráðningarsamninga.