vinnustaðaeftirlit- á flótta

     Vinnustaðaeftirlit

Starfsmenn lögðu á flótta

Í eftirlitsferð stéttarfélaganna og Vinnumálastofnunar í  gær 4. júní var komið við í húsi sem verið er að breyta við Hverfisgötu. Þegar vinnueftirlitsmenn komu á staðinn brá  svo við að tveir starfsmenn létu sig hverfa umsvifalaust og sást til þeirra á Arnarhóli stuttu síðar. Þegar eftirlitsmenn ætluðu að hafa tal af þeim þar tóku þeir á sprett og hurfu sjónum. 

Í ljós kom að mennirnir hafa verið á atvinnuleysisbótum og mun Vinnumálastofnun í framhaldinu kanna hvort þeir hafi verið í vinnu á sama tíma.
Í venjubundnu eftirliti sem nokkur stéttarfélög ásamt Vinnumálastofnun hafa framkvæmt nokkur undanfarin ár hefur aðaláhersla verið lögð á að erlendir starfsmenn sem starfa hér á landi hafi atvinnuleyfi og starfi hér löglega.
Að undanförnu með tilliti til breyttra aðstæðna hefur eftirlitið þróast og breyst yfir í það að vera meira eftirlit með hvort starfsmenn séu að greiða lögbundin gjöld og launatengd. Þá hefur verið athugað hvort starfsmenn séu á atvinnuleysisbótum og í vinnu á sama tíma.