Viðræður við hjúkrunarheimili enn í hnút

27. 08, 2009

Viðræður við hjúkrunarheimili

Enn í hnút

Því miður hefur lítið gerst í viðræðum SFH  þ.e. Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við heilbrigðisráðuneytið en eins og m.a. hefur komið fram hér á heimasíðunni hafa SFH enn ekki samþykkt að ganga frá launahækkunum á samskonar nótum og niðurstaða hefur orðið við aðra viðsemjendur félagsins.

Í fyrramálið, þ.e. föstudag kl. 11.00 verður haldinn fundur með trúnaðarmönnum Eflingar í samninganefndinni og í framhaldinu verður tekin afstaða til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.