Select Page

Nýtt nám!

Steinlagnatækni

Þessa dagana standa yfir skráningar í nýtt starfsmenntanám, steinlagnatækni, fyrir haustönn 2009. Námið er hugsað fyrir starfsmenn sem vinna við ýmsan yfirborðsfrágang m.a. hellu- og steinlagnir. 

Kennslan hefst mánudaginn 26. október kl.17:10. Námið, sem er á sviði skrúðgarðyrkju, er mótað og uppbyggt af félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Horticum menntafélagi ehf. í samstarfi við Tækniskólann. 
Kennslan fer fram í Skerjafirði, í húsnæði Tækniskólans, þar sem aðstaða til verk- og bóknáms er mjög góð. Sambærilegt nám hefur lengi verið í boði á hinum norðurlöndunum en býðst nú í fyrsta sinn á Íslandi. Boðið verður uppp á tvær námslotur í steinlagnatækni en hvor um sig er 125 kennslustundir. Fyrri lotan verður kennd í  lok október fram í miðjan desember en sú seinni í janúar til loka febrúar 2010. Unnið er að því að fá námið viðurkennt til eininga og inn í fagnám til iðnréttinda í iðnskólakerfinu.
Kennt verður á kvöldin, frá 17:10 – 21:50, þrjá daga í viku og fáeina laugardaga frá 9:00 – 12:50, þar sem áhersla er á verklegri kennslu. Kennarar koma m.a. frá félagi skrúðgarðyrkjumeistara og eru sérfræðingar á sviði steinlagna.
Námið kostar um 85.000 kr. en rétt er að geta þess að í mörgum tilfellum fá starfsmenn eða fyrirtæki stóran hluta námskostnaðar endurgreiddan frá fræðslusjóðum atvinnulífsins.    
Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Tækniskólanns www.tskoli.is og á heimasíðu Horticum menntafélags ehf. www.horticum.is einnig má senda fyrirspurnir á ave@tskoli.is og magnus@horticum.is eða hringja í síma 514 9601 og 822 0469.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere